Sífellt fleiri fara í lýtaaðgerðir til að líkjast Kardashian-systrunum, fyllt í rassa og varir

Sífellt fleiri fara í lýtaaðgerður til að líta út eins og Kardashian-systurnar. Þetta kemur fram í umfjöllun á vef Huffington Post. Þar kemur fram að systurnar hafi haft gríðarleg áhrif á val fólks á lýtaaðgerðum og að aðgerðir á vörum og rössum hafi fjölgað mikið.

Í umfjöllun Huffington Post kemur fram að beiðnum um að líta út eins og Kardashian-systurnar hafi fjölgað um 73 prósent á breska lýtalækningastöðinni Transform.

Þá kemur fram að beiðnum um varafyllingar hafi fjölgað um 700 prósent á einni nóttu í maí eftir yngsta systirinn, Kylie Jenner, viðurkenndi í þættinum Keeping Up With the Kardashians að hafa látið fylla í varir sínar. Þá hefur beiðnum um rassafyllingar fjölgað um 54 prósent en fólk tiltekur sérstaklega að það vilji rass eins og Kim eða Khloe.

Í Bandaríkjunum eru svipaðir hlutir að gerast. Huffington Post vitnar í umfjöllun tímaritsins People þar sem kemur fram að beiðnum um að líkjast Kardashian-systrunum hafi fjölgað mikið á meðal bandarískra lýtalækna.

Í frétt NBC fyrr á árinu kom fram að samtök lýtalækna í Bandaríkjunum telji að fjöldi rassaaðgerða hafi tvöfaldast á milli ára 2013 og 2014 og að sérstökum brasilískum rasslyftiaðgerðum hafi fjölgað um 15 prósent.

Pistill: Rassgatið á Kim Kardashian

Lýtalæknirinn Dr. Terry Dubrow sagði í samtali við fréttavef Yahoo! að brjóstaaðgerðir séu ekki eins algengar og áður, nú snúist allt um rassana.

Þetta eru Kardashian-áhrifin! Rassarnir eru í tísku. Ég er líka að sjá mikið af ungum stelpum sem vilja líta út eins og Kylie Jenner. Hún lét dæla í varir sínar og þær vilja samskonar varir.

Auglýsing

læk

Instagram