Sigga Dögg fór með skapahárkollu í sund: Baðgestir kíktu og flissuðu

Kynfræðingurinn Sigga Dögg fór með skapahárkollu í sund til að rannsaka viðbrögð almennings. Sigga velti fyrir sér tískustraumum í snyrtingu á skapahárum í Íslandi í dag í kvöld og vakti hárkollan mikla athygli.

Innslagið má sjá hér fyrir neðan.

„Hvernig er það með kynfærahárin — þarf að snyrta eða mega þau koma út fyrir?“ spurði Sigga en hún segir að umræðan um þetta máli hafi verið tabú.

Ég hef tekið eftir því hér á litla röltinu mínu um sundlaugina að baðgestir kíkja og horfa og jafnvel flissa. Þessu er veitt sérstök eftirtekt.

Sigga ræddi svo við snyrtifræðimeistara og kvensjúkdómalækni um tískustrauma í snyrtingu á skapahárum.

Hér má sjá innslag Siggu Daggar í Íslandi í dag. Hún mætir á svæðið þegar 39 mínútur eru liðnar af myndbandinu.

Auglýsing

læk

Instagram