Sigmundur Davíð varpar ljósi á fjárkúgunarbréfið: „Tekið fram að verið væri að fylgjast með mér“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáir sig lítillega um fjárkúgunarmálið í viðtali í DV í dag. Kolbrún Bergþórsdóttir, annar ritstjóra blaðsins, spyr hvað kom fram í bréfinu frá Hlín Einarsdóttur og Malín Brand en Sigmundur segist ekki muna það orðrétt.

„Lög­reglan tók bréfið og ég á ekki eintak af því,“ segir hann í DV. „Innihald þess hefur að flestu leyti komið fram í fjölmiðlum. Þarna stóð eitthvað tiltölulega óljóst um það að upplýsingar sem tengdust fjölmiðla­málum myndu koma sér mjög illa fyrir mig og því hótað að ef ég hefði samband við lögreglu yrði búin til óþægileg fjölmiðlaumfjöllun.“

Spurður hvort hann hafi komið nálægt fjármögnun Pressunnar eða DV segist Sigmundur ekki vita með hvaða hætti eigendaskiptin á DV báru að. „Og ég veit ekkert meira um eignarhald á Vefpressunni og þau viðskipti öll en komið hefur
fram í fjölmiðlum.“

Sigmundur segir í DV að það hafi verið óþægilegt að fá bréfið.

Þar var sérstaklega tekið fram að verið væri að fylgjast með mér eða heimilinu og þótt ég hafi lent í ýmsu í þessu starfi er ég ekki vanur að sjá slíkt.

Þá segir hann í viðtalinu í DV að fjölskyldu sinni hafa verið blandað í málið og segist geta ímyndað sér að það sé verra að vera maki stjórnmálamanns heldur en að vera stjórnmálamaður­ inn sjálfur.

„Þá er ég að tala almennt, ekki bara um þetta bréf. Stjórnmála­maðurinn er í pólitískum slag frá degi til dags á meðan makinn fylgist með af hliðarlínunni og er jafnvel stund­ um dreginn inn í málin að ósekju. Það getur verið erfitt hlutskipti.“

Auglýsing

læk

Instagram