Nýr ritstjóri DV

Þorbjörg Marinósdóttir, eða Tobba Marinós, hefur verið ráðin nýr ritstjóri DV.

Þorbjörg er fjölmiðlafræðingur að mennt, með mastersgráðu í verkefnastjórnun og hefur unnið á hinum ýmsu fjölmiðlum.

„Ég hlakka til að takast á við að ritstýra DV og dv.is. Netmiðillinn ásamt undirmiðlunum er einn sá fjölsóttasti hér á landi og nú tekur við að laga þar til í efnisvali og efnistökum. Við viljum að hann sé léttur og skemmtilegur miðill sem segi harðar féttir í bland en sé umfram allt með vönduð efnistök. DV hefur undanfarið verið gefið út í pappír á föstudögum og því verður haldið áfram. Þar eru mikil tækifæri, að gefa út fjölbreytt helgarblað með fréttum í bland við vandað afþreyingarefni,“ segir Tobba í tilkynningu frá Torg, eiganda DV og dv.is.

Að hennar sögn verður ritstjórnarstefna DV verði nú löguð að ritstjórnarstefnu Torgs og mun það fela í sér breytingar.

„Þegar við höfum hrundið breytingunum í framkvæmd er vonin sú að fólk muni sjá breytt blað og breyttan vef með ferskum áherslum. Virðing fyrir viðmælendum er mikilvæg og við munum leggja áherslu á það,“ segir hún.

Þetta kemur fram á vef Mannlífs/

Auglýsing

læk

Instagram