Sigríður Elva fagnar ráðningu Loga mikið og hyggst hefna sín: „Er að plotta einhvern viðbjóð“

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, fréttakona á K100, segir að enginn innan Árvakurs sé jafn ánægður með ráðninguna á Loga Bergman og hún. Logi stundaði um árabil að hrekkja Sigríði á 365, þar sem þau unnu bæði, og þó svo að Sigríður hafi náð að hefna sín stöku sinnum segist hún eiga mikið inni. 

Sjá einnig: Sigríður Elva hefnir sín á Loga Bergmann

Sigríður hefur reynt að hrekkja samstarfsmenn sína á Árvakri en ekki tekist nægilega vel til svo koma Loga er kærkomin. „Það er enginn sem svarar fyrir sig hérna og allir svo góðir. Ég var hreinlega orðin úrkula vonar,“ segir Sigríður í samtali við Nútímann.

Sigríður ætlar að nýta tímann þangað til Logi mætir til starfa vel. „Nú bíð ég bara eftir því að vita hvar hann verður með skrifstofu,“ segir hún.

Hann er á Spáni núna að spila golf og á meðan er ég að plotta einhvern viðbjóð.

Hún segir að nú sé loksins komið að henni að svara almennilega fyrir sig, nú sé hún á heimavelli og ætli að nýta það vel. „Eftir að ég byrjaði að taka ADHD lyf hef ég náð að skipuleggja mig betur og ég ætla að nýta það til að ná mér niður á Loga,“ segir Sigríður.

„Ég hef verið að safna hugmyndum í tvö ár og nú er komið að þessu. Þetta er nú einu sinni maðurinn sem spurði Bjarna Benediktsson í mínu nafni hvað honum fannst um mig sem fjölmiðlakonu.“

Sigríður vísar þar í þegar Logi komst  í Facebook-síðu hennar og sendi Bjarna spurningu í hennar nafni þegar hann sat fyrir svörum á beinni línu á vef DV: „Hvernig finnst þér ég standa mig í sjónvarpinu? (Ísland í dag),“ spurði Logi í hennar nafni og Bjarni svaraði um hæl: „Æ, bara alveg óaðfinnanlega. Alltaf svo einlæg.“

Auglýsing

læk

Instagram