today-is-a-good-day

Sigurvin Ólafsson nýr ritstjóri DV: „Ég spinn þetta einhvern veginn áfram“

Sigurvin Ólafsson, framkvæmdastjóri DV, hefur tekið við sem ritstjóri blaðsins. Þetta kemur fram á Vísi. Sigurvin, sem er lögmaður og fyrrverandi fótboltamaður úr Vestmannaeyjum, ritstýrir því blaðinu við hlið Kolbrúnar Bergþórsdóttur.

Sjá einnig: Starfsfólki Vefpressunnar boðnar launalækkanir: „Ég sætti mig ekki við það“

Í frétt Vísis kemur fram að Sigurvin hafi litla reynslu sem blaðamaður fyrir utan eitt sumar sem fréttamaður á RÚV fyrir áratug. „Annað er það nú ekki,“ segir hann á Vísi.

Svo hef ég verið að vinna í kringum blaðið núna síðustu mánuði.

DV kemur nú út á föstudögum en blaðið er gefið út af Vefpressunni sem hefur verið í talsverðum vandræðum undanfarið. Nútíminn greindi frá því á dögunum að starfsfólki hafi verið boðnar launalækkanir.

Þá ætluðu fjárfestar að setja 300 milljónir í félagið en eru flestir hættir við og í umfjöllun Kjarnans kemur fram að skuldirnar séu sagðar rúmlega 700 milljónir. Loks hefur kaupum fyrirtækisins á Birtíngi fyrir rift. Á meðal miðla innan samstæðunnar eru DV, DV.is, Eyjan, Pressan og sjónvarpsstöðin ÍNN.

En Sigurvin er hvergi banginn. „Ég spinn þetta einhvern veginn áfram. Ég á eftir að dýfa mér á kaf í þetta,“ segir hann á Vísi.

Auglýsing

læk

Instagram