Simon Cowell hætti að nota símann sinn: „Þetta hefur gert góða hluti fyrir geðheilsu mína“

Tónlistarmógúllinn og X-Factor-dómarinn Simon Cowell hefur lýst yfir að hann hafi ekki notað farsímann sinn í tíu mánuði til að auka hamingju sína og bæta andlega líðan. Þetta kemur fram á vef The Guardian.

Simon sagði í viðtali á dögunum að lífsgæði sín hafi aukist í kjölfarið. „Stærsti munurinn er sá að ég varð meðvitaðri um fólkið í kringum mig og miklu einbeittari,“ sagði hann.

Það sem fór mest í taugarnar á mér var að sitja fundi þar sem allir voru á kafi í símunum sínum. Ég var pottþétt einn af þeim. Það var ómögulegt að einbeita sér.

Simon segist einnig hafa takmarkað tímann sem fjögurra ára gamall sonur hans fær að eyða í iPadinum sínum. Í staðinn horfa þeir saman á sjónvarpsþætti.

„Þetta hefur gert góða hluti fyrir geðheilsu mína. Þetta er furðuleg upplifun en mjög góð og ég er pottþétt hamingjusamari,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram