Sindri vill að Andri Freyr fái að lesa upp stigin á lokakvöldi Eurovision: „Hef fengið að kynnast þekkingu hans og ástríðu fyrir Eurovision“

Á hverju ári myndast töluverð umræða um það hver sér um að lesa upp stigin sem við gefum á lokakvöldi Eurovision keppninnar. Sindri Sverrisson skrifar í grein í Morgunblaðinu að Magnús Geir Þórðarsson, útvarpsstjóri, sé með réttan mann í starfið innan sinna raða.

Sjá einnig: Daði Freyr skorar á RÚV að láta draum Vilhelms um að kynna stigin í Eurovision rætast

Rétti maðurinn í starfið er, samkvæmt Sindra, Andri Freyr Hilmarsson, sjónvarpsmaðður úr Með okkar augum og Eurovision sérfræðingur. Sindri skorar á Magnús Geir að sýna Andra þann heiður að velja hann, í ár eða á næsta ári.

„Ég veit ekki hver fær þetta hlutverk í ár en ég veit að RÚV á innan sinna raða fullkominn kandídat í verkið. Ég er að sjálfsögðu að tala um Andra Frey Hilmarsson.“

„Ég er þess handviss að Andri væri rétt val. Ég þekki hann og hef fengið að kynnast þekking hans og ástríðu fyrir Eurovision frá fyrstu hendi. Ef ég vil til dæmis vita hvaða þjóðir gáfu Íslandi 12 stig í keppninni árið 1990 þá get ég bara spurt Andra,“ skrifar Sindri.

Sindri bendir á að síðustu ár hafi eini fulltrúi Íslendinga á lokakvöldi keppninnar verið sá sem sér um að lesa stigin en hann treystir meðlimum Hatara til þess að bæta úr því.

Auglýsing

læk

Instagram