Sjáðu myndband af látunum eftir bardaga Conor og Khabib: „Gott högg“

Khabib Nurmagomedov og Conor McGregor mættust í risabardaga í nótt. Khabib sigraði Conor en eftir bardagann brutust út hópslagsmál.

Um leið og bardaginn kláraðist hraunaði Khabib yfir Conor og réðst svo að hornamönnum hans. Á myndbandinu hér að neðan má sjá þegar hann hopper yfir búrið og ræðst á æfingafélaga Conor.

Í kjölfarið brutust út hópslagsmál og liðsfélagar Khabib réðust meðal annars á Conor. Þeir voru handteknir en Conor ætlar sér ekki að kæra og því verður þeim sleppt.

Khabib og Conor var báðum fylgt úr höllinni af öryggisgæslu en þessi slagsmál eru talin setja svartan blett á íþróttina og eru flestir sammála um það að hegðun Khabib og liðsfélaga hans hafi verið til skammar og sigurinn falli í skuggann á hópslagsmálunum.

Sjáðu myndbandið

Conor McGregor tjáði sig um málið á Twitter síðu sinni í morgun.

Auglýsing

læk

Instagram