Skautasvell á Ingólfstorgi í desember

Skautasvell opnar á Ingólfstorgi 1. desember og verður í desember. Fólk á Twitter hefur velt fyrir sér hvað er í gangi og Sverri Bollason, sem situr í umhverfis og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, tók af öll tvímæli:

Verkamenn eru að störfum í dag

Unnið er að framkvæmdum á Ingólfstorgi þessa dagana og eins og myndin hér fyrir ofan sýnir er umfangið umtalsvert. Eftir því sem Nútíminn kemst næst stendur Nova fyrir framkvæmdinni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skautasvell er sett upp á Ingólfstorgi. Árið 2006 setti Tryggingamiðstöðin upp skautasvell í tilefni af fimmtugsafmæli fyrirtækisins og var öllum frjálst að koma með skauta, ásamt því að skautaleiga var á staðnum.

Auglýsing

læk

Instagram