Skorar á Emmsjé Gauta og Reykjavíkurdætur: Vill uppgjör í anda 8 mile

Jón Mýrdal, eigandi skemmtistaðarins Húrra, býður Emmsjé Gauta og Reykjavíkurdætrum að gera upp mál sín á sviði næstkomandi laugardag. Jón sér fyrir sér uppgjör í anda kvikmyndarinnar 8 Mile en þó með miklu meiri hamingju.

Sjá einnig: Örskýring um Emmsjé Gauta og Reykjavíkurdætur

Málið hófst aðfaranótt laugardags þegar Emmsjé Gauti birti tíst um að Reykjavíkurdætur væru feit pæling sem gekk ekki upp. „Vond tónlist er vond tónlist,“ sagði hann.

Kolfinna Nikulásdóttir, rappari í Reykjavíkurdætrum svaraði Gauta fullum hálsi í frétt á Vísi og kallaði eftir svari frá honum í lagi í nótt. Reykjavíkurdætur hafa einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær áretta að öll hljómsveitin sé ekki sammála málflutningi Kolfinnu.

Jón Mýdal segir leiðinlegt að tónlistarmenn á þessu litla landi séu að deila.

Ég lít á Húrra sem nokkurskonar Rúgbrauðsgerð íslenskra tónlistarmanna og vil ég bjóða sviðið á Húrra sem einskonar Alþingissal listamanna á laugardagskvöldið. Ég mun baka vöfflur og gefa krökkunum bjór. Svo er náttúrulega miklu skemmtilegra að sjá fólk deila á sviði heldur en á internetinu.

Jón segist sjá fyrir sér uppgjör í anda kvikmyndarinnar 8 Mile, með Eminem í aðalhlutverki. „En nátturlega miklu meiri hamingja og allir fara heim sem sigurvegarar,“ segir hann.

Boltinn er núna hjá Gauta og Kolfinnu.

https://www.youtube.com/watch?v=uh9LGytJOHk

Auglýsing

læk

Instagram