Skrifast á við bandarískan fanga á dauðadeild

Auglýsing

Björg Magnúsdóttir, rithöfundur og fjölmiðlakona, hefur skrifast á við fanga á dauðadeild í Bandaríkjunum í tæpt ár. „Það dýrmætasta sem hann hefur kennt mér, eða minnt mig á, er að vera þakklát,“ segir Björg.

Vinur Bjargar sagði henni frá svokölluðu fangaskrifaprógrammi og þar sem fangar á dauðadeildum í Bandaríkjunum lýsa eftir pennavinum utan úr heimi. „Mér fannst einn af þeim sem ég las um svo áhugaverður að ég prófaði að skrifa honum bréf án þess að vera mikið búin að pæla í því hvað kæmi út úr því,“ segir Björg. „Svo leið og beið og ég steingleymdi þessu … Þangað til svarbréf frá honum barst. Framan á bréfinu voru þrjú frímerki sem á stóð: freedom, justice og liberty í æðislegri stílíseringu við bandaríska fánann sem rammaði þetta sjúklega kaldhæðnislega inn.“

Innihaldið var á annan tug þéttskrifaðra blaðsíðna, sem skrifað var á báðum megin. „Það setti líf mitt í glænýtt samhengi,“ segir Björg. „Þarna heyrði ég frá manni, sem varð öðrum manni að bana með byssu í klíkustríði, og dvelur í átta fermetra klefa nánast allan sólarhringinn. Hann getur ekki séð himininn þegar hann vill og hann fær ekki að hitta fjölskyldumeðlimi eða vini nema þeir komi í heimsókn til hans á fyrirfram skilgreindum og afmörkuðum tíma. Hann hefur ekki aðgang að bókum, fjölmiðlum, afþreyingu eða mat sem hann langar í og getur ekki baðað sig þegar hann er í stuði fyrir það. Það sem hann getur hins vegar gert er að teygja hendurnar út og snerta þannig á breiddina sitthvorn vegginn á veröld sinni, sem er þessi klefi.“

Björg ætlar að skrifa um samskipti sín við fangann á Nútíminn.is. Fyrsti pistillinn er væntanlegur.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram