Slúðruðu um forsetahjónin í beinni

Útvarpsmennirnir Sigvaldi Kaldalóns og Svavar Örn Svavarsson ræddu um einkalíf forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorrit Moussaieff í beinni útsendingu í útvarpsþættinum Svali og Svavar á útvarpsstöðinni K100 í morgun og veltu því fyrir sér hvort hjónabandi þeirra sé lokið.

„Er hún skilin vil Óla?“ spurði Svali.

Upptökuna má heyra hér fyrir neðan.

„Það er einhver kjaftasaga sem gengur um það að þau séu að skilja forsetahjónin,“ sagði Svavar Örn.

Hér má hlusta á umrætt brot úr þætti Svala og Svavars:

Nútíminn hafði samband við Örnólf Thorsson forsetaritara en hann vildi ekki tjá sig um þátt Svala og Svavars. Hann var staddur í Lundúnum ásamt forsetahjónunum.

Auglýsing

læk

Instagram