Solla stirða minnist Stefáns Karls með hjartnæmri færslu

Auglýsing

Bandaríska leikkonan Julianna Rose Mauriello er ein þeirra sem hefur minnst Stefáns Karls Stefánssonar á samfélagsmiðlum. Stefán Karl lést í gær eftir tveggja ára baráttu við krabbamein aðeins 43 ára gamall.

Julianna fór með hlutverk Sollu stirðu í fyrstu þáttaröðum Latabæjar og lék þar á móti Stefáni Karli sem lék Glanna glæp.

Þau Julianna og Stefán Karl léku saman í Latabæ á árunum 2004 til 2008 en hún var 12 ára þegar hún hóf að leika hina bleikhærðu Sollu.

„Dauðinn skilur eftir sig hjartasár sem enginn getur grætt, ástin skilur eftir minningar sem enginn getur stolið. Ég mun alltaf dansa við hlið þér. Ég veit að þú ert ekki einn, þú hefur mömmu mína og ömmu,“ skrifar Julianna.

Auglýsing

https://twitter.com/tres_juli/status/1032154007454793728

Julianna hætti í Latabæ árið 2008 og settist á skólabekk. Í vor útskrifaðist hún sem sjúkraþjálfari.

Fjölmargir hafa minnst Stefáns á samfélagsmiðlum í dag og er óhætt að segja að Stefán hafi verið áhrifamikill og snert við mörgum. Falleg minningarorð og samúðarkveðjur má sjá um alla netheima og frá öllum heimshornum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Spaghetti Carbonara

Instagram