Nýr borgari Hamborgarafabrikkunnar nefndur eftir Stefáni Karli – Valdi nafnið sjálfur

Hamborgarafabrikkan greindi í gær frá því að næsti borgarinn á matseðli staðarins verður nefndur eftir leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni, sem lést í fyrra. Borgarinn heitir Stefán Karl – Síðasta kvöldmáltíðin en Stefán valdi nafnið sjálfur á sínum tíma.

Vak­inn er at­hygli á þessu á Face­book-síðunni markaðsnör­d­ar þar sem sumir telja nafnið óviðeigandi en því hefur verið svarað með því að benda á að borg­ar­inn sé sett­ur á mat­seðil­inn með bless­un Stein­unn­ar Ólínu Þor­steins­dótt­ur, eig­in­konu Stef­áns Karls og að Stefán hafi valið nafnið sjálfur á sínum tíma.

Með mynd­inni sem Hamborgarafabrikkan birti á Facebook stend­ur: „Hér er hann loks­ins mætt­ur úr hug­ar­fylgsn­um okk­ar ást­sæla vin­ar, grín­borg­ar­inn Stefán Karl — síðasta kvöld­máltíðin.“

Í grein sem birtist hér á Nútímanum í fyrra má sjá myndband af heimsókn þeirra Simma og Jóa til Stef­áns Karls í snjall­býlið Sprettu vegna hug­mynda um að koma græn­fóðri Stef­áns Karls í borg­ara, en í þeirri heim­sókn lagði Stefán Karl til að borg­ar­inn fengi heitið Síðasta kvöld­máltíðin.

Auglýsing

læk

Instagram