Stefán Karl sendi Ara falleg skilaboð eftir söngvakeppnina: „Vertu þú sjálfur og ég mun fylgjast með þér og dást að þér”

Auglýsing

Söngvarinn Ari Ólafsson sem tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd á þessu ári hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu sem hafa minnst leikarans Stefáns Karls Stefánssonar. Stefán Karl lést í gær eftir tveggja ára baráttu við krabbamein aðeins 43 ára gamall.

Ari þakkaði Stefáni fyrir alla hamingjuna sem hann gaf heiminum og sagðist stefna á því að taka einlægni hans og útgeislun til fyrirmyndar.

Stefán Karl sendi Ara skilaboð fyrr í ár þegar söngvarinn sigraði í söngvakeppni RÚV og tryggði sér þátttöku í Eurovision söngvakeppninni fyrir Íslands hönd. Ari birti skilaboðin í heild sinni á Facebook síðu

„Þessi æðislegu skilaboð fékk ég á deginum eftir Söngvakeppnina. Ég vildi bara deila þessum fallegu orðum og ég votta mína samúð til fjölskyldu Stefáns Karls og til allra hans nánustu,” skrifar Ari.

Auglýsing

Í skilaboðum Stefáns til Ara segist hann vera mikill aðdáandi söngvarans unga og hvetur hann til þess að halda áfram á sömu braut og reyna að láta neikvæðnisraddir ekki hafa áhrif á sig.

Sjá einnig: Solla stirða minnist Stefáns Karls með hjartnæmri færslu

„Þú átt eflaust eftir að heyra neikvæðar raddir hærra en þær jákvæðu því þær særa mann oft og meiða, í alvöru, en mundu það að það getur enginn tekið hæfileika manns frá manni og það getur enginn gert það sem þú getur gert og þar liggja þínir yfirburðir ásamt því að vera manneskja sem augljóslega ert tilfinningasprengja. Vertu þú sjálfur og ég mun fylgjast með þér og dást að þér,” sagði Stefán.

Hér að neðan má sjá færslu Ara í heild sinni ásamt skilaboðum Stefáns

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Spaghetti Carbonara

Instagram