Fjölmargir minnast Stefáns Karls á samfélagsmiðlum: „Við gleymum þér aldrei”

Auglýsing

Stefán Karl Stefánsson, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar og baráttumaður gegn einelti, lést í gær 43 ára að aldri. Fjölmargir hafa minnst hans á samfélagsmiðlum eftir fréttir bárust af andláti hans.

Það er óhætt að segja að Stefán hafi verið áhrifamikill og snert við mörgum. Falleg minningarorð og samúðarkveðjur má sjá um alla netheima og frá öllum heimshornum.

Leikarinn Ólafur Darri minntist Stefáns á Facebook síðu sinni og segir að það sé erfitt að hugsa sér heiminn án hans.

Auglýsing

Jón Ólafsson minnist Stefáns sem stórkostlegs listamanns. Framlag Stefáns til menningarmála og eineltisumræðunnar verði seint fullþakkað.

Gísli Marteinn minnist þess þegar Stefán kom inn í vinahóp hans.

Dóri DNA, Auðunn Blöndal, Steindi Jr. og Bragi Valdimar vottuðu leikaranum virðingu sína á Twitter.

https://twitter.com/DNADORI/status/1031976604027760640

Þá hafa erlendir fjölmiðlar fjallað um andlát Stefáns en fjölmiðlar á borð við BBC, CNN, og Daily Mail, fjölluðu um andlát hans í gær. Rifjuð eru upp gömul ummæli Stefáns um hve tíminn sé dýrmætur.

„Það er ekki fyrr en að manni að sagt að maður muni deyja fljót­lega, sem að maður átt­ar sig á hve stutt lífið er. Tím­inn er það dýr­mæt­asta í líf­inu því hann kem­ur aldrei aft­ur og hvort sem að maður eyðir hon­um í örm­um ást­vina eða í fang­elsis­klefa, þá er lífið það sem að maður nýt­ir tím­ann í. Látið ykk­ur dreyma stóra drauma.“

CNN rifja einnig upp ummæli hans um Lata­bæ á samfélagsmiðlinum Reddit á síðasta ári. „Að skemmta og fá krakka til að hlæja er upp­á­haldið mitt,“ sagði Stefán Karl.

Þúsundum kveðja hefur rignt inn á Facebook frá aðdáendum leikarans um allan heim. Það var Steinunn Ólína eiginkona Stefáns sem greindi frá fréttum af andláti Stefáns á Facebook síðu sinni. Við færsluna hafa yfir 24 þúsund manns vottað virðingu sína og hátt í 10 þúsund deilt henni á innan við sólarhring.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram