Spænskur klámmyndaleikstjóri tekur mynd á Íslandi: Leitar að íslenskum leikurum

Spænski klámmyndaleikstjórinn Lola Clavo hyggst taka upp næstu mynd sína á Íslandi. Leit stendur yfir af Íslendingum sem hafa áhuga á að leika í myndinni. Þetta kemur fram á vefnum Gay Iceland.

Clavo segist í viðtali við Gay Iceland ekki endilega vera að leita að starfandi leikurum.

Þetta getur verið einhver með reynslu – eða ekki. Bara einhver sem líður vel með að taka þátt í slíkum upptökum. Eina skilyrðið er að viðkomandi skilgreini sig sem hinsegin.

Clavo leitar nú að hentugum tökustöðum fyrir myndina og segir á Gay Iceland að mikilvægt sé að þeir séu bæði aðlaðandi og  seiðandi.

„Það er alltaf betra ef leikararnir eru að gera eitthvað sem þeir kunna að meta, í umhverfi sem þeim finnst kynþokkafullt og með fólki sem þeir kunna vel við,“ segir hún á Gay Iceland.

Clavo er hér á landi til að taka þátt í kvikmyndahátíðinni Turtle Film Festival á Hólmavík í ágúst. Hún segir á Gay Iceland að sumir hafi lýst verkum sínum sem „post-klámi“ á meðan aðrir kalla þau femínistaklám. Hún segir margar tegundir til af femínisma.

„Ég samsvara mér ekki með þeim öllum. Post-klám hreyfingin snýst að hluta til um að hætta að gagnrýna klám. Ef maður kann illa við það á maður bara að gera sitt eigið!“

Auglýsing

læk

Instagram