Star Wars tekin upp hér á landi, Mads Mikkelsen mættur til landsins í tökur

Danski leikarinn Mads Mikkelsen er staddur hér á landi við tökur á stórmyndinni Rogue One: A Star Wars Story. Tökurnar fara fram á Mýrdalssandi og við Hjörleifshöfða. Þetta kemur fram á Vísi.

Vísir greinir einnig frá því að Mikkelsen hafi borðað með vinum sínum á Snaps um helgina. Þar kemur einnig fram að mikil leynd hvíli yfir framleiðslu myndarinnar en tökur fara fram hér á landi og í Lundúnum.

Felicity Jones, Forset Whitaker og Ben Mendelsohn fara einnig með hlutverk í myndinni sem fjallar um hóp uppreisnarmanna sem fá það verkefni að stela teikningunum að Helstirninu úr upprunalegu Star Wars myndunum.

Auglýsing

læk

Instagram