Stefnir að því að opna annan Lemon í Frakklandi, íslenska landsliðið kom staðnum á kortið

Stefnt er að því að opna annan Lemon veitingastað í Frakklandi á næsta ári. Sérleyfishafinn Eva Gunnarsdóttir horfir einnig til Belgíu eftir að hafa fengið nokkar fyrirspurnir þaðan.

Sjá einnig: Frönsk kona ferðaðist 800 kílómetra til að kaupa skyr á Lemon í París

Hún segir að velgengni íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á EM í Frakklandi í sumar hafi sannarlega verið innspýting í reksturinn. Eftir það hafi staðurinn verið í kastljósinu og ítrekað komist í fjölmiðla, bæði í blöð og í sjónvarp.

„Það hefur gengið ótrúlega vel. Það er voða lítil djúsmenning í París þannig að þetta var svolítið erfið fæðing. Síðan var Evrópumótið og fengum við alveg svakalega auglýsingu út á það. Núna erum við búin að vera í öllum blöðum og sjónvarpsviðtölum.

Fyrst um sinn voru viðskiptavinir aðallega fólk sem var að leita að heilsusamlegum mat. Nú vita miklu fleiri af staðnum og þykir staðurinn sérstaklega spennandi af því að hann er íslenskur.

Eva segist vera í viðræðum við nokkra vegna opnunar annars Lemon veitingastaðar í Frakklandi. Viðræðurnar eru enn á viðkvæmu stigi og því ekki hægt að gefa upp hugsanlega staðsetningu staðarins.

Auglýsing

læk

Instagram