Steindi Jr. spáði hárrétt fyrir um úrslitin í ótrúlegum leik Manchester City og Liverpool

Leikarinn og grínistinn Steindi Jr. spáði hárrétt fyrir um úrslitin í ótrúlegum leik Manchester City og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Vefmiðillinn Fótbolti.net fékk Steinda, sem er þekktari fyrir ýmislegt annað en þekkingu á fótbolta, til að rýna í fjórðu umferð deildarinnar og hann spáði því að City myndi vinna Liverpool 5-0 — eitthvað sem enginn annar bjóst við.

„Það er allt búið að vera í apaskít hjá Liverpool mönnum,“ sagði Steindi í spá sinni. Eitthvað sem áhangendur Liverpool kannast ekki alveg við eftir stórsigur á Arsenal í síðustu umferð ásamt því að liðið er komið áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Svanþór Einarsson, fasteignasali og vinur minn úr Mosfellsbæ, er mikill púllari og hann hefur misst alla trú á sínum mönnum.

Nú er að sjá hvort hann spái rétt fyrir um úrslit annarra leikja í umferðinni. Hvort Newcastle skelli Swansea með 11 mörkum gegn engu og hvort Arsenal valti yfir Bournemouth, 9-0. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri einhvern mann segja Bournemouth. Mér finnst þetta hljóma meira eins og eftirréttur heldur en fótboltalið,“ segir Steindi á Fótbolti.net. Það er nefnilega það.

En sjálfur er spámaðurinn auðmjúkur

Auglýsing

læk

Instagram