today-is-a-good-day

Stelpurnar greiddu atkvæði og vildu allar eftirnöfn á búningana: „Erum sameinaðar undir „dóttir“

Mikil umræða hefur skapast um ákvörðun íslenska kvennalandsliðsins að spila með eftirnöfn í stað fornafna á bakinu á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi. Margir þjóðþekktir einstaklingar tjáðu sig um málið þar á meðal Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins, en hann vellti því fyrir sér hvort það að merkja landsliðkonurnar með nafni feðra sinna væri ekki „svolítið feðraveldis eitthvað.“

Vísir.is greinir frá því í dag að þær stöllur,  Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir hefðu útskýrt málið á fundi með blaðamönnum í Hollandi í dag.

Sif Atladóttir sagði meðal annars að í síðustu tveimur keppnum hafi þær verið með fornöfn sín á bakinu. „En við kusum um þetta og ákváðum að vera með eftirnöfnin núna þar sem við erum sameinaðar undir „dóttir.“ Sif benti á að myllumerkið #dottir væri áberandi á samfélagsmiðlum en stelpurnar sjálfar hafa verið duglegar að nota merkið.

Varnarmaðurinn sterki, Glódís Perla Viggósdóttir, benti á að þær væru ekki fyrstu stelpurnar okkar til að nota „dóttir“. „Þetta kemur upprunalega úr crossfit-heiminum þar sem stelpurnar okkar þar fengu þetta nafn á sig,“ sagði Glódís.

Auglýsing

læk

Instagram