Stephen Collins tjáir sig um barnaníð: „Kristur biður mann um að færa sér galla sína“

Bandaríska fréttasíðan TMZ birti í október upptöku þar sem Hollywood-leikarinn Stephen Collins heyrist játa barnaníð. Collins hefur nú tjáð sig um málið í fyrsta skipti í viðtali við Katie Couric.

Brot úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan.

Í upptökunni heyrist þegar Stephen Collins játar barnaníð en Faye Grant, fyrrverandi eiginkona hans og sálfræðingur eru viðstödd. Grant tók upp játninguna í leyni þegar þau voru að skilja árið 2012. Talið er að brotaþolar Collins séu þrjár stúlkur og í upptökunni játar hann að hafa beitt 11 ára frænku fyrstu eiginkonu sinnar grófu kynferðisofbeldi.

Í viðtalinu við Couric segist Collins vera gallaður maður:

Eitt af því sem ég elska við kirkjuna er eitt af aðalatriðinu í kristinni trú. Kristur biður mann um að færa sér galla sína. Flestir eru brotnir á einhvern hátt og flestir fela það. Þetta varð opinbert. Ég vildi ekki að þetta yrði opinbert og ég vildi ekki takast á við þetta opinberlega enda búinn að því í einkalífi mínu.

Stephen Collins lék pabbann í þáttunum 7th Heaven og hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum síðustu áratugi.

Framleiðendur gamanmyndarinnar Ted 2 ráku leikarann í kjölfarið á birtingu upptökunnar en hann átti að fara með hlutverk í myndinni. Þá var hann klipptur úr þætti í nýjustu þáttaröðinni af Scandal, sem hófst í september. Þetta staðfesta framleiðendur Scandal í frétt á vef Huffington Post.


More ABC News Videos | ABC World News

Auglýsing

læk

Instagram