Störf Icelandair-flipparana ekki í hættu

Störf flipparana hjá Icelandair, sem Nútíminn fjallaði um fyrr í dag, eru ekki í hættu. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair:

Starfsfólkið kom iPadinum til eigandans með sóma og þó myndaflippið sé ekki í samræmi við vinnureglur, sem farið verður yfir af þessu tilefni, þá verður engum refsað.

Notandi á samskiptasíðunni Reddit birtir þessar myndir af starfsfólki Icelandair og IGS, sem annast flugvallaþjónustu við flugfélög og farþega á Keflavíkurflugvelli. Myndirnar fann notandinn í iPadinum sínum sem hann gleymdi í flugvél Icelandair. 

 PfozpYM

Mikil umræða hefur skapast um málið á Reddit í dag og var málið meðal annars á forsíðunni á þessari gríðarlega vinsælu samskiptasíðu. Notendur Reddit höfðu áhyggjur af því að starfsfólkið gæti lent í vandræðum og notandinn sem birti myndirnar undirstrikaði von sína um að það myndi ekki gerast:

Ég áttaði mig í sannleika sagt ekki á því að það gæti gerst. En mér finnst þetta frábært og ég kann bara betur við Icelandair, ef eitthvað er. Þannig að ég vona að enginn lendi í vandræðum útaf þessu.

Nú er komið í ljós að óttinn var ástæðulaus.

Auglýsing

læk

Instagram