today-is-a-good-day

Stráin við braggann slitin upp með rótum og eyðilögð

Búið er rífa upp og eyðileggja hluta stráanna fyrir utan braggann við Nauthólsveg 100. Það er DV sem greinir frá þessu en að sögn starfsmanna Braggans Bistro voru skemmdirnar unnar í nótt. 

Sjá einnig: Vildu skapa strandstemningu með innfluttu stráunum: „Verið að gera úlfalda úr mýflugu“

Stráin, sem heita á íslensku dúnmelur, urðu umtöluð í þjóðfélaginu eftir að DV greindi frá því að þau hafi kostað 757 þúsund krónur eða 950 krónur stykkið. Stráin voru flutt hingað til lands frá Danmörku.

Starfsmenn borgarinnar vinna nú að því að laga þær skemmdir sem unnar voru.

Auglýsing

læk

Instagram