Svindlað á íslenskum fyrirtækjum, svikahrappar biðja um millifærslur á erlenda reikninga

Mörg íslensk fyrirtæki hafa undanfarið lent svindlurum sem óska eftir millifærslum á erlenda bankareiknina. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem varar við svindli af þessu tagi.

„Okkur hafa borist tilkynningar um að verið sé að reyna að svindla á íslenskum fyrirtækjum,“ segir á Facebook-síðu lögreglunnar.

Svindlið kemur fram eins og stjórnandi í fyrirtækinu sé að óska eftir millifrærslu strax á erlendan banka. Skilaboðin er á íslensku og eru þokkalega stafsett. Það er eins og viðkomandi sé að senda þau úr síma.

Samkvæmt lögreglunni senda svindlararnir eftirfarandi skilaboð á fjármálastjóra fyrirtækja:

> er hægt að flytja € 18200 alþjóðleg greiðslu í dag? >
> Sent úr iPhone-inum mínum

„Með því að láta líta út fyrir að skilaboðin séu send úr síma þá er eðlilegra að það séu smávægilegar málvillur,“ segir í skilaboðum lögreglunnar.

„Þó er viðmælandi greinilega ekki íslenskur: „Þessi greiðsla er fyrir kerfi dreifing. Ég mun senda þér heill heimildasö…fnun þessari viku.“ Ef vel er gáð þá eru skilaboðin ekki úr síma heldur fara í gegn um Yandex og óskað er eftir greiðslu á erlendan banka. Yandex er vinsæl þjónusta í Rússlandi og Austur-Evrópu.“

Lögreglan hefur verið í nánu samstarfi við bankana og tekist hefur að loka mörgum af viðtökureikningunum og aðrir eru komnir í vöktun.

„Sem stendur eru þetta sjö bankar sem við erum komin með á skrá frá sjö mismunandi löndum,“ segir í skilaboðum lögreglunnar.

„Yandex og erlendu bankarnir eru eðlileg fyrirtæki en það er verið að nota sér þjónustu þeirra til svindlsins. Þó að þetta séu milliliðirnir sem notaðir eru í dag þá er ekki útlokað að aðrir bankar eða netfyrirtæki séu notuð. Verði því á varðbergi fyrir þess konar og sambærilegu netsvindli.“

Auglýsing

læk

Instagram