Tæplega helmingur heldur framhjá á Netflix: Ert þú einn af þeim?

Tæplega helmingur þeirra sem horfir á þætti á Netflix með maka sínum heldur framhjá. Ekki líkamlega, heldur horfir annar aðilinn áfram á þáttaröðina án þess að makinn viti af því.

Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Netflix en niðurstöðurnar byggja á svörum rúmlega þrjátíu þúsund fullorðinna áskrifenda. Netflix gerði svipaða könnun árið 2013 og hefur tíðni framhjáhalds þrefaldast síðan þá.

Ástæður framhjáhalds

Helsta ástæða framhjáhalds, í 66 prósent tilvika, er sú að fólk gat ekki hætt að horfa þar sem þættirnir voru of góðir. Fjórðungur þeirra sem halda framhjá á Netflix gerir það þegar makinn er sofandi. Þá er mesta hættan á framhjáhaldi þegar makinn er ekki heima; þegar hann er í vinnuferð (28%) eða þegar hann er í vinnunni (24%).

Erfitt að hætta

Í 80 prósent prósent tilfella er fyrsta framhjáhaldið ekki skipulagt fyrir fram. Svo virðist vera að erfitt sé að hætta þegar fólk byrjar þar sem 60 prósent þeirra sem horfa lengra en maki sinn myndi halda oftar framhjá ef þeir vissu að þeir kæmust upp með það.

Er framhjáhald í lagi?

46 prósent segja það alls ekki slæmt að halda framhjá á Netflix. Ekki er það sama upp á teningnum í Hong Kong þar sem framhjáhald á Netflix er verr liðið en raunverulegt framhjáhald.

Verja tíma saman

Þau 54 prósent sem eru trú maka sínum segja það besta við að halda tryggð sinni í áhorfi sé að verja tíma hvort með öðru, slaka á saman og hafa eitthvað til að tala um.

Fáum þetta á hreint

Nánari niðurstöður úr könnun Netflix má nálgast hér.

Auglýsing

læk

Instagram