Teikni­for­ritið Paint hverf­ur brátt úr Windows: „Næstum því eins slæmt og að drepa Pinball“

Teikni­for­ritið Paint sem fylgt hef­ur Windows-stýri­kerf­inu frá árinu 1985 mun brátt hverfa. Í næstu upp­færslu á Windows 10 sem kall­ast „Aut­umn“ mun forritið vinsæla fá að fjúka, The Guar­di­an greinir frá þessu í morgun.

Í seinustu uppfærslu Windows 10 kynnti Microsoft til sögunnar forritið Paint 3D en því er ætlað að taka við af gamla góða Paint. Nýja forritið Paint 3D er öllu flóknara en í því er hægt að vinna þrívíddarmyndir en það er ekki uppfærsla á upphaflega Paint heldur alveg nýtt. Forritið er ekki það eina sem mun hverfa því Outlook Express, Reader app og Reading list fá líka að fjúka.

Margir syrgja brotthvarf Paint og hafa tjáð sig um málið. Nútíminn tók saman nokkuð góð tvít.

Sorgin er mikil hjá LADbible

En hvað með börnin?…

Hvað er til ráða?

Næstum því eins slæmt og að drepa Pinball

Auglýsing

læk

Instagram