Tengdi Playstation-tölvu fyrir Bieber og félaga, Fifa 16 efstur í bunkanum

Ýmsar sögur birtast nú af ferðalagi Justin Bieber um landið og ein ansi skemmtileg var sögð í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Sjá einnig: Justin Bieber skálar í rauðvíni í Vestmannaeyjum og birtir mynd af sér við sjóinn

Ólafur Kristjánsson, sem er kallaður Óli tölva, mætti í spjall um það nýjasta í tölvuheiminum en sagði í leiðinni frá því þegar hann tengdi Playstation-tölvu fyrir Justin Bieber í gær.

„Ég var að mynda svona loftmyndir fyrir utan eitt hótelið á Suðurlandi í gær með staðarhaldanum,“ sagði hann.

Bieber er á vappinu með fríðu föruneyti. Svo þegar hann er farinn kemur sú ósk að tengja fyrir hann Playstation-tölvu í herberginu.

Óli sagði að óskað hafi verið eftir því að mjög vanur maður tæki að sér verkefnið. „Og það stóð á andlitinu á mér að það væri ég og við kláruðum þetta. Þá er það komið í ferilskránna hjá mér.“

Óli sagðist ekki hafa rótað í tölvuleikjunum. Hann tók þó tekið eftir því að efsti leikurinn í bunkanum var Fifa 16, sem kemur út í vikunni í Evrópu en í dag í Bandaríkjunum. „Mig grunar, miðað við það sem ég sá, að hann haldi með Arsenal,“ sagði hann léttur.

Taktu prófið! Hvað veistu um Justin Bieber?

Auglýsing

læk

Instagram