Það sem við vitum um nýja áfengisfrumvarpið: Lengri afgreiðslutími og skert aðgengi

Auglýsing

Væntanlegt áfengisfrumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Pírata felur í sér að áfengi má ekki vera jafn sýnilegt í verslunum og í áfengisfrumvarpinu sem lagt var fram á síðasta kjörtímabili. Hámarksafgreiðslutími verður aftur á móti lengri.

Í frumvarpinu, sem stendur til að leggja fram í dag eða á næstu dögum, er lagt til að einkaleyfi ÁTVR á sölu á áfengi verði afnumið og heimilt verði að selja áfengi í sérrými innan verslana, í sérverslunum eða yfir búðarborð.

Sjá einnig: Nýja áfengisfrumvarpið: Lagt til að heimilt verði að auglýsa áfengi

Í áfengisfrumvarpinu sem var lagt fram á síðasta kjörtímabili var lagt til að sterkt áfengi, 22% eða sterkara, yrði afmarkað frá annarri söluvöru á bak við afgreiðsluborð eða í sérrými innan verslunar. Annað áfengi mátti vera í hillum verslunarinnar.

Auglýsing

Ekki er gert ráð fyrir að áfengið verði jafn sýnilegt í nýja framvarpinu. Þar segir aftur á móti að áfengið þurfi að vera í sérstöku rými innan verslunarinnar, eða þá í sérstökum verslunum. Það má sem sagt ekki vera í sömu hillu og morgunkornið.

Pawel Bortoszek, þingmaður Viðreisnar, segir í samtali við Nútímann, að verið sé að bregðast við gagnrýni við fyrra frumvarpið með þessari breytingu. Gagnrýnt hafi verið að aðgengi yrði of gott.

Í nýja frumvarpinu er kveðið á um hámarksafgreiðslutíma líkt og í því gamla. Nú segir að selja megi frá níu að morgni til miðnættis en sveitarfélög geta aftur á móti stytt þennan tíma.

Í frumvarpinu sem lagt var fram á síðasta kjörtímabili var aftur á móti kveðið á um hámarksafgreiðslutíma frá klukkan 9 að morgni til klukkan 20 að kvöldi. Þannig er afgreiðslutíminn lengri í nýja frumvarpinu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram