Þjófar rændu Macland í Hafnarfirði, 500 þúsund krónur í fundarlaun fyrir græjurnar

Þjófar brutust inn í Macland í Hafnarfirði rétt eftir klukkan fjögur í nótt og létu greipar sópa. Þjófarnir höfðu á brott með sér fimm tölvur, tvo iPhone og tvær spjaldtölvur.

Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands, segir í samtali við Nútímann að í þessum bransa sé alltaf hætta á að þetta gerist. „Ég vildi að fólk myndi hugsa sig um tvisvar áður en það gerir svona,“ segir hann og bætir við að þetta sé hluti af stærra vandamáli.

Við getum ekki stjórnað þessu. Þetta er þannig í dag, að fólk er ekki í aðstöðu til að taka rétta ákvörðun. Sá sem tekur þessa ákvörðun klukkan fjögur um nótt er ekki á góðum stað.

Finni Karlsson, einn af eigendum verslunarinnar, býður 500 þúsund krónur í fundarlaun fyrir græjurnar.

Auglýsing

læk

Instagram