Þolir ekki bert hold og íhugar því að kaupa sumarhús á Íslandi: „Íslendingar elska ull og fisk“

Leikkonan Natasha Lyonne var stödd hér á landi fyrr á árinu. Fastagestir á Prikinu urðu sérstaklega varir við Lyonne sem er í dag þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Orange is the New Black.

Sjá einnig: Nýtt á Netflix í júní

Lyonne ræddi Íslandsferð sína í spjallþætti Conan O’Brien í vikunni. Hún sagði að Íslendingar elski ull og fisk og þeir verði mjög spenntir þegar daginn tekur að lengja.

Þeir klikkast. Þeir verða mjög spenntir og tala mikið um það sem þeir gera á kvöldin. Það er mikið þunglyndi.

Lyonne sagðist vera að íhuga að kaupa sumarhús á Íslandi og sagði að það yrði frábært að setjast þar að. Henni virtist alvara þar sem hún sagðist hafa rætt við fasteignasala á Íslandi um möguleg kaup á húsi.

Ástæðan fyrir því að hún vill eiga hús á Íslandi er fyrst og fremst vegna þess að hún þolir hvorki hita né bert hold.

„Ég kann ekki vita hita og stuttbuxur. Mér finnst stuttbuxur ógeðslegar,“ sagði hún.

Sjáðu viðtalið hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram