Thomas Møller Olsen ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur

Thomas Møller Olsen, 25 ára gamall Grænlendingur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Héraðsdómur féllst á áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Olsen en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq um miðjan janúar. Nikolaj Olsen, hinn skipverjinn sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að málinu, hefur ekki lengur réttarstöðu sakbornings og er því laus allra mála.

Olsen hefur neitað sök í málinu við yfirheyrslur en hann hefur hins vegar játað að hafa ætlað smygla um 20 kílóum af hassi frá Danmörku til Grænlands.

 

Auglýsing

læk

Instagram