Ágúst stendur við umfjöllunina um Gunnar Rúnar: „Furðuleg gagnrýni á þennan fréttaflutning“

Ágúst Borg­þór Sverris­son, blaða­maður DV, sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook síðu sinni í dag þar sem hann segist standa við fréttaflutning sinn um Gunnar Rúnar Sigurþórsson.

Sjá einnig:Þórður hjólar í DV vegna fréttar um Gunnar Rúnar: „Þetta er sirka botninn“

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, gagnrýndi DV á Twitter síðu sinni á dögunum þar sem hann sagði að umfjöllunin um Gunnar Rúnar væri sirka botninn og að tilgangurinn væri enginn nema umferðarklám. Halldór Halldórsson var einn af þeim sem tók undir með Þórði og kallaði umfjöllunina viðbjóð.

DV hefur fjallað töluvert um Gunnar Rúnar undanfarið en fyrir tveimur vikum birti miðillinn frétt um Tinder-aðgang Gunnars. Fyrir þremur dögum birtist svo nokkuð ítarleg umfjöllun um líferni Gunnars sem var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morð árið 2011 en afplánar nú dóm sinn á áfangaheimilinu Vernd.

Ágúst stendur við umfjöllun sína og segir að hún hafi verið birt í samráði við Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, ritstjóra DV. DV hafi borist fjölmargar ábendingar um að dæmdur morðingi sem hafi ekki afplánað dóm sinn sé mikið á ferli. Hann sé gerandi í einu þekktasta sakamáli sögunnar og að morðið hafi verið óvenju kaldrifjað og hrottafullt.

„Í furðulegri gagnrýni á þennan fréttaflutning, meðal annars í botnfalli Twitters og í yfirlýsingu frá því ágæta félagi Afstöðu, er látið eins og ég sé að brjóta á friðhelgi einstaklings og elta mann á röndum í tilgangsleysi. Það er í sjálfu sér fróðlegt að sjá einstaka fjölmiðlamann opinbera skilningsleysi sitt á fréttum og tilgangi þeirra. Tilgang fréttarinnar, sem mér virtist raunar augljós, hef ég nú þegar rakið. Og ég þarf víst varla að taka fram að fjölskylda fórnarlambsins í þessu máli er ekki sammála tilteknum stórbloggurum í fjölmiðlastétt,“ skrifar Ágúst á Facebook.

„Það er makalaus firring fólgin í því að telja að upplýsingarnar í þessari frétt eigi ekki erindi við almenning. Það var einmitt almenningur sem leitaði til okkar og kallaði eftir því að við köfuðum í málið,“ bætir hann við en stöðuuppfærslu hans má sjá í heild hér að neðan.

Auglýsing

læk

Instagram