Þórður lætur Ásmund Friðriksson heyra það: „Móðgun við þá sem raun­veru­lega verða fyrir ein­elti“

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, lætur Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, heyra það í pistli sem birtist á vef Kjarnans í morgun.  Ásmundur sakaði Kjarnann, Stundina og RÚV um einelti í kjölfar umfjöllunar um ummæli hans á Alþingi í vikunni þegar hann sagði SS-sveit, sveit sér­fræð­inga að sunn­an, koma alltaf í veg fyrir að eitt­hvað ger­ist á Vest­fjörð­u­m.

Þórður segir að ummæli Ásmundar hafi verið fréttnæm fyrir tvennar sakir. Vegna þess að hann ásakaði óskilgreindan hóp um að standa í vegi fyrir framförum á ákveðnum landshluta og vegna þess að þau hafi verið klaufaleg og búið til vafasöm hugrenningatengsl.

Hann bendir á að í frétt Kjarnans um málið hafi verið sérstaklega tekið fram að Ásmundur hafi ekki átt við sérsveit nasista en hann hafi sjálfur valið að notast við orðin SS-sveit í málflutningi sínum.

„En Ásmundur skautar yfir þetta í eigin fórn­ar­lamba­væð­ingu. Það að fjöl­mið­ill segi frétt af mál­flutn­ingi þing­manns í pontu Alþingis er bara ein­elti að hans mati. Það er ekki honum að kenna hvað hann seg­ir, heldur þeim sem segja frá því,“ skrifar Þórður.

Þórður fer í pistlinum yfir fleiri umdeild mál sem Ásmundur hefur verið viðriðinn og segir að ummæli hans í gegnum tíðina sýni að Ásmundur hafi hvorki skilning á tilgangi fjölmiðla né lögum um fjölmiðla.

Við Ásmund Frið­riks­son er ein­ungis þetta að segja: þeir sem bjóða sig fram til að gegna opin­berum störfum verða að þola umræðu og umfjöllun um störf þeirra. Það er ekki ein­elti heldur aðhald.

Þórður segir þá að það sé móðgun við þá sem raun­veru­lega verða fyrir ein­elti að kalla umfjöllun fjöl­miðla um orð og gjörðir stjórn­mála­manns slíkt. Pistilinn má nálgast í heild sinni á vef Kjarnans.

Auglýsing

læk

Instagram