Skondnar skírskotanir til Íslands: „Ash and molten glass like Eyjafjallajökull“

Catch a throatful /
From the fire vocal /
With ash and molten glass
Like Eyjafjallajökull /
The volcano out of Iceland …

Þannig
hefst erindi bandaríska rapparans MF Doom í laginu Guv'nor frá
árinu 2012⁠—en MF Doom er líklega eini orðasmiðurinn í sögu
rapptónlistar sem hefur reynt að smíða rímu í kringum nafnorðið Eyjafjallajökull, sem vafðist svo fyrir samlöndum hans árið 2010, stuttu eftir að eldfjallið gaus (eins og eflaust margir muna
kepptust enskumælandi fréttaþulir um að bera fram nafn
eldfjallsins og oft með mjög kómískum afleiðingum).

Nánar: https://genius.com/Jj-doom-guvnor-lyrics

MF Doom er þó ekki eini erlendi rapparinn sem hefur vísað í Garðarshólma í textum sínum; síðastliðna daga hefur undirritaður stytt sér stundir á vefsíðunni Genius.com og komist á snoðir um alls kyns furðulegar tilvísanir til föðurlandsins.

Ég hef t.a.m. hlustað á lagið Reunited eftir Wu-Tang Clan hátt í milljón sinnum en aldrei gripið tilvísun taktsmiðsins og rapparans RZA í einn mesta listamann Íslandssögunnar: Björk.

Wu-Tang Incorp. /
Take your brain on spacewarp /
Talk strange like Björk /
Great hero Jim Thorpe /

RZA verður seint þekktur fyrir lipurt flæði—og sú ákvörðun hans að fella þrjú orð í rím við jafn óþjált nafn (á ensku) og Björk, hjálpar lítið til.

Og öðrum er umhugað um Björk.

Bandaríski rapparinn Aminé er, til dæmis, svolítið skotinn í henni. Í laginu Reel It In—sem kom út í september í fyrra—kunngerir rapparinn hrifningu sína á listakonunni með eftirfarandi rímu (myndband lagsins hefur verið skoðað rúmlega 30 milljón sinnum á Youtube):

She Italiana /
She a sorta kinda /
She Björk cute
So she really fine /

„Ítölsk í útliti en samt svolítil Björk í henni,“ segir Aminé, sem eru jafnframt, að hans mati, meðmæli (augljóslega).

Þá er einnig vert að minnast á Eminem, í samhengi við rapptónlist; þegar undirritaður var yngri hlustaði hann mikið á plötuna The Slim Shady EP sem kom út árið 1997 (rétt áður en rapparinn varð heimsfrægur). Platan geymir lagið Murder, Murder þar sem Ísland er, í huga rapparans, afskekktur staður, lítt þekktur og, þar að auki, langt út fyrir lögsögu bandarísku alríkislögreglunnar:

Fuck a peace plan if a citizen bystands /
The shit is in my hands, here's your lifespan /
And for what your life's worth, this money is twice than /
Grab a couple grand and lay up in Iceland /

Af þeim sem hafa vísað í Ísland í textum sínum er ensk-ameríska ljóðskáldið W. H. Auden líklega einn af fáum sem hefur komið hingað til lands. Árið 1937 gaf Auden út bókina Letters from Iceland, í samstarfi við Louis MacNiece. Ef eitthvað er að marka neðangreint textabrot voru höfundarnir tveir ekkert sérstaklega hrifnir af Reykjavík, þó svo að landið sjálft hafi heillað:

I’ve learnt to ride, at least to ride a pony /
Taken a lot of healthy exercise /
On barren mountains and in valleys stony /
I’ve tasted a hot spring (a taste was wise) /
And foods a man remembers till he dies /
All things considered, I consider Iceland /
Apart from Reykjavik, a very nice land /

Og þó: ef minnið bregst undirrituðum ekki, þá kom bandaríska tvieykið Run the Jewels hingað til lands árið 2015 og tróð upp á tónlistarhátíðinni All Tomorrow's Parties. Sama ár endurhljóðblandaði Run the Jewels lagið Heart Is Full eftir Miike Snow, þar sem rapparinn Killer Mike montar sig af heimsókn sinni til Íslands:

Iced out in Iceland in the blue lagoon, dead of the winter /
Stop listenin' to your loser family, come fuck with a winner /

Ef undirritaður ætti að velja uppáhalds tilvísun sína í Ísland yrði textabrot bandaríska rapparans Wax sennilega fyrir valinu. Í laginu Dispensary Girl, sem er að finna á plötunni Scrublife, vísar Wax í hljómsveitina Sigur Rós. Framburður Wax á nafni sveitarinnar verður að teljast býsna sérstæður (það er eins og hann segi Sugar Ross).

I smell kush in the air and heard /
Some weird music like Sigur Rós /

Lagið sjálft alger sósa, en tilvísunin góð.

Orð: RTH




Auglýsing

læk

Instagram