Djúpsteiktar ólívur með hvítlaukssósu

Auglýsing

Hráefni:

Fyrir ólívurnar

  • 1 krukka grænar ólívur
  • 1 dl panko rasp
  • 1 dl hveiti
  • 1 egg
  • canola olía til steikingar

Fyrir hvítlaukssósuna

  • 1 dl majónes
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 msk rifinn hvítlaukur
  • salt & pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Hrærið öll hráefnin fyrir sósuna saman og leggið til hliðar.

2. Hitið canola olíu ( c.a. 4-5 cm dýpt í potti ).

Auglýsing

3. Setjið panko rasp á einn disk og hveiti á annan. Hrærið eggið í skál.

4. Veltið næst hverri ólívu uppúr hveiti, dýfið í eggið og síðast er þeim velt upp panko rasp. Steikið þær næst upp úr olíunni, gerið það í pörtum svo það séu ekki of margar í pottinum í einu.

5. Takið þær úr pottinum, leggið á disk og þerrið þær örlítið með eldhúspappír. Berið fram með hvítlaukssósunni.

 

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram