Þorvaldur Davíð átti að fá hlutverk Gillz

Svartur á leik er á meðal aðsóknarmestu kvikmynda Íslandssögunnar. 60 þúsund manns sáu myndina eftir að hún var frumsýnd árið 2012.

Þorvaldur Davíð fer með hlutverk Stebba Psycho í myndinni. Þrátt fyrir að Stefán Máni, höfundar sögunnar, hafi alltaf séð hann fyrir sér í því hlutverki stóð það ekki alltaf til. Þorvaldur sagði frá í þættinum Fókus, sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gær, að leikstjóri myndarinnar Óskar Þór Axelsson hafi fyrst mátað hann í hlutverk Sævars K, sem Egill Einarsson endaði á að leika.

Þorvaldur Davíð lýsir fyrstu kynnum sínum af Óskari Þór svona:

Við höfðum aldrei hist áður en áttum sameiginlega vini. Við hittumst í New York, hann var að nema á sama tíma og ég. Við hittumst í íbúð hjá sameiginlegum vini, sem hann fékk lánaða til að taka upp leikprufur með mér. Þá vildi hann prufa mig í hlutverkið sem Egill Einarsson lék. Það átti að vera einhver voðalega massaður og tanaður gaur. Ég held að þegar Óskar sá mig hafi hann séð að ég var ekki alveg týpan í það.

Það fór svo þannig að Þorvaldur Davíð lék Stebba Psycho og var hann tilnefndur til Edduverðlauna fyrir frammistöðu sína.

En hvað ef Þorvaldur hefði leikið Sævar K? Hefði þetta atriði litið svona út?

 

 

Auglýsing

læk

Instagram