Titringur á RÚV vegna gríns Dóra DNA um Rás 2

„Þið eruð að hlusta á Rás 2. Stöð sem eitt sinn var ætluð ungu fólki en er núna ætluð miðaldra fólki sem er ungt í anda því það hlustar á sömu tónlist og pabbi þinn hlustar á þegar hann er fullur.“

Svona hefst grínskets frá Steypuvélinni á Rás 2 en umsjónarmaður hennar er grínistinn Dóri DNA. Sketsinn olli miklum titringi á RÚV, samkvæmt heimildum Nútímans.

Óli Kalli í Skopplandi og ást hans á Neil Young, skítþunnur Andri Freyr, Andrea Jóns og Felix Bergsson eru á meðal þeirra sem bregður fyrir í sketsinum sem þurfti mörg samþykki og breytingar áður en hann var sendur út. Þá herma heimildir Nútímans að margir innan RÚV hafi talið að hann yrði aldrei spilaður.

Hann fór þó endanum í loftið. Smelltu hér til að hlusta.

Auglýsing

læk

Instagram