11 grínistar sem hafa líka gert eitthvað allt annað

Það er greinilega ekki nóg að vera bara grínisti. Nútíminn tók saman lista yfir grínista sem hafa gert ýmislegt annað en að grína.

 

Jón Gnarr varð borgastjóri


Jón Gnarr var vinsælasti grínisti þjóðarinnar þegar hann stofnaði Besta flokkinn, rústaði kosningunum og varð borgarstjóri í Reykjavík.

Helga Braga varð flugfreyja

helgabraga-grin
Helga Braga hefur komið víða við í gríninu og var hluti af Fóstbræðrum frá upphafi. Árið 2011 útskrifaðist hún sem flugfreyja.

Edda Björgvins varð líka flugfreyja

eddabjorgvins-grin
Ári áður en Helga Braga útskrifaðist sem flugfreyja útskrifaðist Edda Björgvins. Í samtali við Fréttablaðið virtist þessi ákvörðun koma henni sjálfri á óvart:

„Ég sem gamall hippi hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að verða flugfreyja. Maður fussaði nánast og sveiaði yfir vinkonum sínum sem fóru í þetta á sínum tíma og fannst þetta jafnast á við að taka þátt í fegurðarsamkeppni,“ sagði hún.

Og Ari Eldjárn líka

arieldjarn-grin
Ari vann í tvö sumur sem flugþjónn. Í samtali við Blæ sagði hann grínið og flugið fara vel saman.

„Það er bara grínið og flugið. Störfin eru líka mjög svipuð, þú þarft að halda fólki í góðu stuði,“ sagði hann.

Davíð Þór Jónsson er prestur

davidthor-grin
Davíð Þór gerði það meðal annars gott með Radíusbræðrum á árum áður en var skipaður í embætti héraðsprests í Aust­ur­lands­pró­fasts­dæmi í ágúst.

Laddi er málari

laddi-malari-grin
Það er óþarfi að telja upp afrek Ladda á grínsviðinu en hann hefur verið einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar í áratugi. Á dögunum opnaði hann fyrstu myndlistasýninguna sína. Fjölhæfur maður, Laddi.

Björn Bragi varð spyrill í Gettu betur

bjornbragi-grin
Björn Bragi hefur verið blaðamaður, ritstjóri Monitors, stýrt sjónvarpsþáttum og auðvitað grínað með Mið-Íslandi. Í vetur verður hann svo spyrill í Gettu betur en hann tók við starfinu í fyrra.

Bergur Ebbi er lögfræðingur

bergurebbi-grin
Bergur Ebbi hefur grínað með Mið-Íslandi í vinsælum sýningum og samnefndum sjónvarpsþætti. Hann var líka söngvari Sprengjuhallarinnar en er einnig lærður lögfræðingur.

Ilmur Kristjánsdóttir fór í framboð

ilmur-grin
Ilmur Kristjáns er með þeim fyndnari. Í vor breytti hún til og fór í framboð með Bjartri framtíð. Þar var hún í 3. sæti á listanum í borgarstjórnarkosningunum. Hún er varaborgarfulltrúi í dag.

Þorsteinn Guðmundsson gaf út ljóðabók

thorsteinn-gud-grin
Þorsteinn Guðmundsson er einn allra besti grínisti landsins. Ásamt því að vera Fóstbróðir hefur hann stigið á svið, leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum ásamt því að kenna uppistand. Árið 2006 gaf Þorsteinn út ljóðabókina Barkakýli úr tré. Bókin fæst í Maclandi.

Saga Garðars þjálfar líkamsræktarhóp

sagagardars-grin

Saga Garðarsdóttir fer núna með eitt aðalhlutverkanna í þættinum Hreinn Skjöldur á Stöð 2 og verður einnig í stóru hlutverki í nýju grínþáttunum Drekasvæðið á RÚV á næsta ári. Hún hefur einnig þjálfað líkamsræktarhópinn Saga Class.

Auglýsing

læk

Instagram