Tónleikum aflýst í Gamla bíói vegna þess að 101 Hótel kvartar undan hávaða

Eigendur 101 Hótels krefjast þess að hávaði frá Gamla bíói verði takmarkaður. Kröfurnar hafa þegar orðið til þess að tónleikum hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef Hringbrautar.

Gamla bíó við Ingólfsstræti gekk endurnýjun lífdaga í fyrra. Gólf hússins var sléttað þannig að hægt er að halda standandi tónleika fyrir allt að 750 manns.

Sjá einnig: Gamla bíó fyllir skarð Nasa

Rekstur hússins er hins vegar í uppnámi, samkvæmt vef Hringbrautar. Eigendur 101 Hótels krefjast þess að svokallaður „limiter“ verðir settur á hljóðkerfið sem takmarkar styrkinn við 95 desibil.

Guðvarður Gísla­son, Guffi, fram­kvæmda­stjóri Gamla bíós, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að nú síðast hafi um­sókn um auk­inn hljóðstyrk vegna tón­leika Páls Óskars á Hinseg­indög­um verið hafnað af hálfu heil­brigðis­full­trúa, aðallega vegna kvart­ana frá hót­el­inu.

Auglýsing

læk

Instagram