Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Jacquees fór í Bláa Lónið en var ekki hrifinn af matnum: „Borða þetta til að lifa af”

Tónlistarmaðurinn Jacquees var staddur á Íslandi í gær og hann skellti sér í Bláa Lónið. Jacquees var mjög sáttur með ferðina en kvartaði mikið yfir matnum sem hann borðaði hér á landi og sagði hann vera ógeðslegan. Í myndbandi sem birtist á Instagram síðu hans sagði hann einungis vera að borða hann til að lifa af.

Jacquees fékk sér að borða á Lava, veitingastað Bláa Lónsins. Hann lýsti matnum sem hann fékk sem ógeðslegum og sagði að hann væri eins og apakjöt. Þetta sagði hann allt í beinni útsendingu á Instagram þar sem hann er með hátt í þrjár milljónir fylgjendur.

Hann tók einnig myndband af því þegar að hann fór ofan í Bláa Lónið og birti á Instagram.

https://www.instagram.com/p/Bm1CTBylL8c/?taken-by=jacquees

Jacquees fær einnig aðstoð frá þjónustufólki staðarins við það að læra íslensku. Hann lærir að segja „hæ sæta” og „takk”. Myndbandið sem birtist fyrst á Instagram síðu tónlistarmannsins má sjá hér að neðan.

https://www.youtube.com/watch?time_continue=83&v=bXo7IIFMIew

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing