Topp 4: Mest lesnu fréttir vikunnar

Önnur frábær vika að baki. Takk fyrir að lesa, gott fólk. Þið eruð Nútíminn. Í alvöru. Hér eru vinsælustu fréttir vikunnar:

 

4. Heyrnartólatískan í ræktinni: „Það nennir enginn að hlusta á stunurnar í næsta manni“

Þau sem stunda líkamsrækt hafa eflaust tekið eftir því að heyrnartól eru á flestum hausum í ræktinni. Ekki nóg með það þá virðist skipta miklu máli hvernig heyrnartól fólk notar og þar eru tískubylgjur eins og annars staðar. Kraftakarlinn Gísli Örn Reynisson þekkir málið, enda kallaður Ofurgísli og þekkir innviði líkamsræktarstöðva betur en flestir. Ofurgísli segir að ástandið sé orðið þannig að langflestir sem fara í ræktina séu með heyrnartól. Smelltu hér til að lesa fréttina.

3. Endaþarmsmök stuðla að jafnrétti kynja

Hljómsveitin Hljómsveitt hefur sent frá sér nýtt lag, Næs í rassinn og er það annað lagið sem hljómsveitin sendir frá sér. Lagið er eftir Önnu Töru Andrésdóttur en textinn eftir Katrínu Helga og Önnu Töru Andrésdætur. Smelltu hér til að lesa fréttina.

2. Karl Kennedy væntanlegur til landsins: Hittir aðdáendur Nágranna á Spot

karlkennedy

Leikarinn Alan Fletcher er væntanlegur til landsins í janúar. Fletcher er þekktastur fyrir að frammistöðu sína í áströlsku sápuóperunni Neighbours, eða Nágrannar, sem hefur verið á dagskrá Stöðvar 2 í áraraðir. Fletcher leikur lækninn Karl Kennedy og hefur gert það frá árinu 1994. Karl og Susan, eiginkona hans, eru á meðal ástkærustu íbúa Ramsay-götu, ásamt Toadfish að sjálfsögðu. Smelltu hér til að lesa fréttina.

1. Skemmdarvargur með smiðsauga á Hverfisgötu

Óprúttinn skemmdarvargur með einbeittan brotavilja og næmt smiðsauga lét til sína taka á Hverfisgötu í vikunni. Smelltu hér til að lesa fréttina.

Auglýsing

læk

Instagram