Topp 7: Bækurnar sem vantar í jólabókaflóðið

Jólabókaflóðið er skollið. Þrátt fyrir að margar frábærar bækur séu bæði væntanlegar og komnar út, þá vantar að segja nokkrar sögur.

Nútíminn tók saman lista yfir bækur sem koma því miður ekki út fyrir jólin.

 

7. Margir af mínum bestu vinum eru múslimar

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir um misskilninginn sem kom henni borgarstjórn og ævintýrið sem fylgdi í kjölfarið.

laeknir

6. Í gildru fátæktar

Raunasaga læknis sem neyðist til að flýja land eftir að hann greinist með eina sjúkdóminn sem hann getur ekki læknað: Fátækt.

jon

5. Hvað gerir forseti?

Jón Gnarr veltir fyrir sér forsetaframboði í bók sem lætur engan ósnortin. Jón spyr áleitinna spurninga á borð við: Hver er ég? Hvað er ég að gera? Og auðvitað: Hvað gerir forseti?

bjarnisdg

4. Vík milli vina

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, fjalla um hvernig þeir hafa viðhaldið vináttunni þrátt fyrir áform um skuldaleiðréttingu, sem annar elskar en hinn hatar.

marta

3. Hartland

Í þessari æsispennandi sögu er fylgst með störfum blaðamanna á Smartlandi en þeir svífast einskis til að komast að sannleikanum um notkun ungra stúlkna á hugbúnaði sem bætir útlit þeirra.

UTKALL

2. Upp með hendur, þetta er útkall

Landhelgisgæslan segir frá hvernig 100 MP5 hríðskotabyssur komu að gagni þegar skipverjum var bjargað við Íslandsstrendur.

paradis

1. Í paradís þarf ekki lækna

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra rekur útópíska framtíðarsýn þar sem læknum er gert að starfa án launa, heima hjá sér og með eigin tækjabúnað.

Auglýsing

læk

Instagram