Tveir menn handteknir fyrir að reyna að kúga milljónir úr Sigmundi Davíð

Umfangsmikil lögregluaðgerð var á föstudag þar sem tveir voru handteknar vegna fjárkúgunartilraunar á hendur forsætisráðherra. Þetta kemur fram á Vísi.

Á Vísi kemur fram að mennirnir tveir hafi reynt að kúga milljónir út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra.

Þá kemur fram að þeir hafi sett kröfur sínar fram í bréfi sem barst Sigmundi og fjölskyldu. Þar var þess krafist að þau myndu reiða fram nokkrar milljónir króna ella yrðu upplýsingar sem áttu að vera viðkvæmar fyrir forsætisráðherra gerðar opinberar.

Málið var umsvifalaust tilkynnt lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir á föstudag sem leiddu til handtöku einstaklinganna tveggja.

Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi en sagði að von væri á fréttatilkynningu frá lögreglunni fyrir hádegi.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, gat ekki tjáð sig um málið.

Auglýsing

læk

Instagram