Auglýsing

UFC vildi flytja Mjölni til Las Vegas fyrir Conor McGregor

Fjölmiðlafárinu í kringum bardagakappann Conor McGregor er langt frá því að vera lokið. Boltinn er hjá UFC núna eftir að Conor lýstir yfir að hann væri tilbúinn að berjast á bardagakvöldinu UFC 200 í sumar, með því skilyrði að þurfa ekki að taka þátt í kynningarstarfinu af fullum krafti.

UFC á eftir að bregðast við yfirlýsingu Conors.

Sjá einnig: Conor McGregor sendir frá sér yfirlýsingu, er ekki hættur og er tilbúinn að berjast í sumar

Vefmiðillinn TMZ hefur eftir heimildarmanni sínum í dag að UFC hafi verið tilbúið að færa fjöll til að fá Conor til að taka þátt í kynningarstarfinu fyrir UFC 200. Það þýðir að hann átti að fljúga milli staða í glæsilegri einkaþotu ásamt því að bardagasambandið er sagt hafa boðis til að flytja allan búnað úr Mjölni til Las Vegas, þar sem hann átti vera um helgina á vegum UFC.

Conor er staddur hér á landi um þessar mundir. Hann æfir í Mjölni ásamt Gunnari Nelson en til stóð að hann myndi mæta til Las Vegas um helgina að kynna UFC 200. Þegar ljóst var að hann hefði engan áhuga á því að mæta á svæðið aflýsti Dana White, forseti UFC, bardaga Conors McGregor og Nate Diaz.

Í frétt TMZ kemur fram að UFC hafi boðist til að setja upp æfingaraðstöðu sem myndi líta nákvæmlega eins út og Mjölnir. Búnaðurinn átti meira að segja að vera úr Mjölni. Átti aðstaðan að vera tilbúin um leið og hann lenti í Las Vegas.

Conor hafnaði hins vegar boði UFC og boltinn er nú hjá þeim, eftir að Conor lýsti sig reiðubúinn til að berjast á UFC 200 með ákveðnum skilyrðum. Meira um það hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing