Um 70 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina

Auglýsing

Tvær líkamsárásir og tólf fíkniefnamál komu á borð lögreglu í gær og nótt á síðasta degi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Hátíðin stóð yfir frá fimmtudegi og kláraðist í gær í Laugardalnum. Þetta kemur fram á Vísi.

Líkamsárásirnar tvær voru bókaðar hjá lögreglu, önnur klukkan 21 og hin rétt eftir miðnætti. Fleiri ofbeldismál komu upp en voru ekki bókuð sérstaklega hjá lögreglu.

Lögreglan hafði einnig afskipti af 12 einstaklingum vegna vörslu á fíkniefnum en í tilkynningu lögreglu kemur ekki fram hvort þetta hafi sölu – eða neysluskammtar. Ökumaður sem ók undir áhrifum vímuefna var einnig stoppaður í gærkvöldi þegar hann ætlaði að yfirgefa tónleikasvæðið en hann ók einnig ökuréttindalaus.

Um 70 fíkniefnamál hafi því komið upp á hátíðinni yfir helgina, 30 mál komu upp bæði á föstudag og laugardag á föstudag og laugardag komu upp þrjátíu mál hvort kvöldið og tólf mál í gær. Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar segir í samtali við Vísi að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. Þarna séu 15 þúsund manns saman komin og því sé ekki óalgengt að lögreglan finni neysluskammta á einstaklingum.

Auglýsing

Sjá einnig: Aðstandendur Secret Solstice þakka fyrir sig: „Laugardagurinn var sérstaklega skemmtilegur“

Nútíminnn sagði frá því í gær að aðstandendur hátíðarinnar væru ánægðir með stemninguna á hátíðinni í ár, en hún hafi verið ótrúlega jákvæð og góð. Laugardagurinn hafi verið sérlega ánægjulegur þar sem þungarokkshljómsveitirnar HAM og Slayer tróðu upp við kátínu ungra sem aldna tónleikagesta. Rúmlega 500 manns komu að hátíðinni með einum eða öðrum hætti um og gestir voru um 15 þúsund.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram