Valdimar Grímsson í Donald Trump-búningi gabbaði íbúa New York: „Are you going to vote for me?“

Handboltahetjan Valdimar Grímsson skellti sér í Donald Trump-búning á dögunum og tókst að plata íbúa í New York — fólk taldi að um hinn raunverulega forsetaframbjóðanda Repúblikana væri að ræða. Siggi Hlö, vinur hans, segir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist varla hafa upplifað neitt jafn fyndið.

Valdimar hafði ekki tíma til að ræða málið við Nútímann en Siggi tók það glaður að sér. „Í fyrsta lagi var þetta viðbjóðslega fyndið,“ segir hann í samtali við Nútímann. Þau ákváðu að vera í búningum þetta kvöld og fóru í þeim á mjög vinsælan veitingastað í New York.

„Valdimar ákvað að kaupa sér Donald Trump-búning, Trump-hárkollu og jakkaföt í Bandarísku fánalitunum,“ segir Siggi léttur.

Þegar við erum komin á staðinn byrjar hann að ganga á milli borða og spyrja fólk: „Are you going to vote for me?“ Upp úr því fer fólk í kringum okkur að spyrja hvort þetta sé raunverulega Trump.

Siggi segir mínúturnar sem fylgdu í kjölfarið hafa verið þær fyndustu á ævi hans. „Ég hélt fyrst að það væri verið að rugla í okkur en við, eins og ekta Íslendingar, tókum þátt í ruglinu sögðum þetta vera hinn eina sanna Trump. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar fólk kom í röðum og hélt að Valdimar væri hin eini sanni Donald Trump!“

Siggi deildi sögunni á Facebook að eigin sögn til að deila áhyggjum sínum af hversu auðtrúa margir Bandaríkjamenn eru. „Æsingurinn við að hitta frægt fólk fer alveg með þá,“ segir hann. „Meira að segja fólk sem vissi vel að þetta væri ekki Donald Trump vildi taka með honum selfís.“

Siggi segir að Valdimar hafi aldrei verið frægari en þetta þetta kvöld. „Toppurinn á þessu öllu saman var þegar lítill Mexíkói kom á sprettinum og sagðist vera frá Mexíkó og að þar séu allir mestu aðdáendur hans,“ segir Siggi.

„Það næsta sem hann gerir í þessari geðshræringu sinni er að hoppa ofan í gosbrúnn sem var hliðina á okkur. Þetta var eitt af skrítnustu mómentum lífs míns — ruglað fyndið!

Siggi segir að maðurinn hafi fattað skömmu síðar að hinn raunverulegi Trump væri ekki á staðnum. „Honum leið ekkert sérstaklega vel, blautum ofan í gosbrunninum,“ segir hann.

„Ef menn vilja djamma vel þarna úti þá er málið að kaupa sér Donald Trump-búning. Eða taka þetta á annað level og fara í Fred Flintstone búning og sjá hvað gerist.“

Auglýsing

læk

Instagram