Sjáðu hverjir unnu á íslensku tónlistarverðlaununum

Valdimar Guðmundsson og Salka Sól Eyfeld voru rétt í þessu valin poppsöngvarar ársins á íslensku tónlistarverðlaununum sem fór fram í Hörpu og var í beinni útsendingu á RÚV.

Plata ársins í opnum flokki er The Theory Of Everything eftir Jóhann Jóhannsson, plata ársins í djass og blús tónlist er Íslendingur í Alhambrahöll eftir Stórsveit Reykjavíkur og plata ársins í rokki er In The Eye Of The Storm með Mono Town.

Plata ársins í sígildri- og samtímatónlist er Fantasíur fyrir einleiksfiðlu eftir G.P. Telemann með Elfu Rún Kristinsdóttur og Prins Póló á poppplötu ársins: Sorrí.

Tónlistarflytjandi ársins í djassi og blús er Sigurður Flosason, tónlistarflytjandi ársins í sígildri og samtímatónlist er Víkingur Heiðar, lag ársins í rokki er Peacemaker með Mono Town.

Útflutningsverðlaun Icelandair hlýtur Samaris, höfundur ársins í djass- og blústónlist er Stefán S. Stefánsson. Júníus Meyvant fær önnur verðlaun sem bjartasta vonin í popp- og rokktónlist, nýliðaplata ársins í boði Coca Cola er n1 með Young Karin.

Söngkona ársins í sígildri og samtímatónlist er Hanna Dóra Sturludóttir og söngvari ársins í sígildri- og samtímatónlist er Elmar Gilbertsson.

Sykurmolarnir hljóta heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna

Heiðursfólk! Sykurmolarnir fá heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna

A photo posted by S. Björn Blöndal (@bjorn_blondal) on

 

Hér höfum við lag ársins í popp og rokki:

Áður en útsendingin hófst höfðu fjölmörg verðlaun verið afhent.

Tónlistarviðburður ársins í sígildri og samtímatónlist er Sumartónleikar í Skálholti, plötuumslag ársins á Kippi Kaninus, Jóhann Jóhannsson var valinn upptökustjóri ársins og tónverk ársins í djass og blús er Sveðjan eftir ADHD.

Tónverk ársins í sígildri og samtímatónlist er Ek ken di nag ­eftir Daníel Bjarnason, tónlistarmyndband ársins er Tarantúlur eftir Úlf Úlf. Leikstjóri: Magnús Leifsson.

Svavar Pétur Eysteinsson í Prins Póló er lagahöfundur ársins, Snæbjörn Ragnarsson í Skálmöld er textahöfundur ársins og Bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist er Oddur Jónsson.

Bjartasta vonin í djass- og blús tónlist er Anna Gréta Sigurðardóttir og ónhöfundur ársins í sígildri og samtímatónlist er Daníel Bjarnason.

Auglýsing

læk

Instagram