Var með „Scream-grímu“ þegar hann stakk konuna í handlegginn í Kópavogi, maðurinn er ófundinn

Maðurinn sem stakk konu í húsi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins við Digranesveg í Kópavogi á mánudag var með svokallaða „Scream-grímu“ fyrir andlitinu. RÚV greindi fyrst frá.

Hann skildi hníf og grímuna eftir í húsinu og vinnur lögregla að því að greina lífssýni á hlutunum. Árásarmaðurinn er ófundinn.

Lögreglunni hefur borist töluvert af vísbendingum vegna málsins sem unnið er eftir en enginn liggur undir grun. Líðan konunnar sem var stungin er góð eftir atvikum.

Á Greiningarstöðinni er börnum og unglingum með alvarlegar þroskaraskanir og fatlanir veitt greining, ráðgjöf og önnur úrræði. Lögregla telur málaflokkinn ekki tengjast árásinni.

Einn maður var handtekinn á mánudag vegna árásarinnar en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Lögreglan telur hann ekki tengjast málinu.

Auglýsing

læk

Instagram